Viðskipti erlent

Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, segir að efnahagsáætlunina verða hrint í framkvæmd í mars.
Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, segir að efnahagsáætlunina verða hrint í framkvæmd í mars. Vísir/AFP
Seðlabanki Evrópu tilkynnti fyrr í dag að hann muni dæla milljörðum evra inn í hagkerfi evrusvæðisins til að örva það.

Seðlabanki Evrópu mun kaupa ríkisskuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. Það eru mun umfangsmeiri viðskipti en áður hafði verið talið að bankinn myndi ráðast í. Financial Times fullyrti til dæmis í gær að kaupin myndu nema 50 milljörðum. 

Seðlabanki Evrópu segir einnig að vöxtum bankans verði haldið í 0,05 prósentum, eins og þeir hafa verið allt frá því í september 2014. Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, segir að þessari efnahagsáætlun verði hrint í framkvæmd í mars.

Draghi segir að markmiðið með þessari efnahagsáætlun sé að halda verðbólgu í Evrópu rétt undir tveimur prósentum.

Með aðgerðurm sínum hyggst Seðlabanki Evrópu draga úr lánskostnaði, sem verði hvatning fyrir banka til að lána meira og einnig að hvatning til meiri einkaneyslu.

Í frétt á vef BBC segir að þessi aðferðarfræði virðist hafa virkað vel í Bandaríkjunum, sem greip til magnbundinnar íhlutunar á árunum 2008 til 2014.

Bretland og Japan hafa einnig keypt skuldabréf í ríku mæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×