Glamour

Cynthia Nixon í framboð

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Leikkonan Cynthia Nixon, sem við þekkjum kannski best í hlutverki Miröndu í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, tilkynnti í dag framboð sitt til ríkisstjóra í New York fyrir hönd Demókrata. 

Nixon hefur búið í New York alla sína ævi langar að berjast fyrir bættri borg, betri heilsugæslu, betra skólakerfi og betra samfélgi fyrir alla. Kosningin fer fram í september en ef Nixon nær kjöri yrði hún fyrsti kvenkyns ríkisstjóri New York og einnig fyrsti samkynhneigði ríkisstjóri fylkisins. Tvö glerþök á sama tíma - það er ekkert annað. 

Ef Nixon á eitthvað sameiginlegt með karakternum sínum í Beðmálum í borginni, lögfræðingnum Miröndu Hobbes, þá mun hún taka kosningarbaráttuna framundan með trompi. 






×