Erlent

Curtis Hanson látinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Curtis Hanson.
Curtis Hanson. vísir/getty
Óskarsverðlaunahafinn Curtis Hanson lést á heimili sínu í gær, 71 árs að aldri. Leikstjórinn var einna þekktastur fyrir kvikmyndina L.A Confidential, en hann fékk Óskarinn fyrir handrit þeirrar myndar. Þá leikstýrði hann jafnframt myndinni vinsælu 8 Mile með Eminem, svo fátt eitt sé nefnt.

Hanson fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum og er sagður hafa glímt við Alzheimer-sjúkdóminn.

Hanson, sem er fæddur í Reno í Nevada, hóf feril sinn í handritaskrifum og leikstjórn snemma á áttunda áratugnum. Árið 1992 komst hann í sviðsljósið þegar hann gerði myndina The Hand That Rocks The Cradle og í kjölfarið leikstýrði hann The River Wild með Meryl Streep og Kevin Bacon.

Síðasta myndin sem Hanson stýrði var Chasing Mavericks með Gerald Butler og Elisabeth Shue.

Stiklu úr myndinni L.A Confidential má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×