Körfubolti

Curry stigahæstur í sigri Golden State | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Golden State Warriors er á mikilli siglingu í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið lagði Utah Jazz, 106-99, á útivelli í nótt.

Steph Curry hefur ekki verið alveg jafn áberandi í liði Golden State í síðustu leikjum og hann hefur verið undanfarin ár en í nótt var hann stigahæstur í sínu liði með 26 stig.

Kevn Duran kom næstur með 21 stig en Klay Thompson sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu skoraði aðeins tíu stig og hitti ekki úr einu þriggja stiga skoti.

Chicago Bulls vann sterkan sigur á San Antonio Spurs, 95-91, á heimavelli í nótt en þetta var fyrsta tap Spurs á útivelli á tímabilinu. Það vann fyrstu þrettán útileikina.

Allt byrjunarlið BUlls skoraði tólf stig eða meira en Dwayne Wade var stigahæstur með 20 stig. Rajon Rondo var grátlega nálægt þrennu með tólf stig, tíu fráköst og níu stiðsendingar.

Kawihi Leonard skoraði 24 stig yfir Spurs og tók tíu fráköst.

Úrslit næturinnar:

Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 124-110

Washington Wizards - Denver Nuggets 92-85

Mephis Grizzlies - Portland Trail Blazers 88-86

New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 88-99

Utah Jazz - Golden State Warriors 99-106

Chicago Bulls - San Antonio Spurs 95-9

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×