Körfubolti

Curry með tíu þrista í sigri Golden State | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry fór hamförum í Orlando í nótt.
Curry fór hamförum í Orlando í nótt. vísir/afp
Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Meistarar Golden State Warriors unnu sinn fjórða leik í röð þegar liðið sótti Orlando Magic heim. Lokatölur 114-130, Golden State í vil.

Stephen Curry var sjóðheitur í liði Golden State og skoraði 51 stig. Curry hitti úr 20 af 27 skotum sínum, þar af 10 af 15 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur þar með skorað a.m.k. eina þriggja stiga körfu í 128 leikjum í röð, sem er met.

New Orleans Pelicans vann góðan sigur á Oklahoma City Thunder, 123-119.

Anthony Davis fór fyrir liði New Orleans og skoraði 30 stig. Ryan Anderson kom næstur en hann skoraði 26 stig á tæpum 26 mínútum.

Russell Westbrook skoraði 44 stig fyrir Oklahoma og Kevin Durant 32 en það dugði ekki til.

Þá vann Boston Celtics sinn níunda sigur á heimavelli í röð þegar Milwaukee Bucks kom í heimsókn. Lokatölur 112-107, Boston í vil.

Isiah Thomas skoraði 27 stig fyrir Boston en allir fimm byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu yfir 10 stig í leiknum.

Úrslitin í nótt:

Orlando 114-130 Golden State

New Orleans 123-119 Oklahoma

Boston 112-107 Milwaukee

Phoenix 106-116 Brooklyn

Portland 105-119 Houston

Utah 78-96 San Antonio

Allar körfurnar hjá Curry Isiah Thomas með frábæra sendingu
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×