Körfubolti

Curry í stuði í sigri Golden State | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry í leiknum í nótt.
Curry í leiknum í nótt. vísir/getty
Stephen Curry var í stuði fyrir Golden State Warriors sem komst yfir í einvíginu gegn New Orleans Pelicans í úrslitakeppni NBA í nótt. Warrios fór með sigur af hólmi, 106-99.

Golden State byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta leikhlutann 28-13. Þeir voru 59-43 yfir í hálfleik, en í síðari hálfleik gáfu New Orleans-menn áhorfendum spennandi leik. Lokatölur þó sjö stiga sigur Golden State, 106-99.

Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 34 stig, en auk þess tók hann fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Anthony Davis gerði 35 stig fyrir Pelicans.

Í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar vann Houston góðan sigur á Dallas, 118-108. Houston lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrsta leikhluta, en þeir unnu hann 32-19.

James Harden spilaði vel í liði Houston. Hann skoraði 24 stig og tók ellefu fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki stigahæstur með 24 stig.

Washington vann sjö stiga sigur á Toronto, 96-86. Leikurinn var jafn og spennandi, en framlengja þurfti leikinn. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 82-82, en liðsmenn Washington voru mun sterkari aðilinn í framlengingunni.

Paul Pierce gerði tuttugu stig fyrir Washington, en Amir Johnson gerði átján stig fyrir Toronto.

Chicago vann tólf stiga sigur á Milwaukee, 103-91. Staðan í hálfleik var 60-51, Chicago í vil og heldu þeir forystunni út síðari hálfleikinn.

Krhis Middleton gerði átján stig fyrir Milwaukee, en James Butler gerði 25 fyrir Chicago. Derrick Rose bætti við 23 stigum fyrir Chicago.

Fjórir leikir fara fram í dag, en þá mætast Cleveland og Boston, Atlanta og Brooklyn, Portland og Mempish og Clippers og San Antonio.

Öll úrslit næturinnar:

Washington - Toronto 93-86

New Orleans - Golden State 99-106

Milwaukee - Chicago 91-103

Dallas - Houston 108-118

Harden var í stuði í nótt: Fjögur stig frá Dirk í sömu sókninni. Það gerist ekki oft: Svo skemmtilegt, hjá Rose: Flautukarfa:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×