Sport

Cubs greiðir 44 milljónir króna vegna skemmda á sigurhátíð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá hluta af þeim milljónum sem mættu í Grant Park.
Hér má sjá hluta af þeim milljónum sem mættu í Grant Park. vísir/getty
Það kostar iðulega sitt að ná árangri í íþróttum en hafnaboltameistarar Chicago Cubs þurfa að greiða meira en þeir gerðu ráð fyrir eftir sigurhátíðina miklu.

Hún var haldin í Grant Park þar sem milljónir mættu til að fagna. Garðurinn fékk að finna fyrir því og kostnaður við hreinsun og skemmdir reyndist vera upp á litlar 44 milljónir króna.

Cubs mun að sjálfsögðu greiða þennan pening enda vilja þeir koma aftur í garðinn fari svo að liðið nái að verja titilinn.

Þetta var fyrsti meistaratitill Cubs í heil 108 ár og eftir slíka bið er nauðsynlegt að fagna rækilega. Það var líka gera með tilheyrandi kostnaði.


Tengdar fréttir

Bölvun aflétt

Ein merkasta stund í bandarískri íþróttasögu kom er Chicago Cubs varð hafnaboltameistari í fyrsta skipti í 108 ár. Úrslitaleikurinn var ein dramatík frá upphafi til enda og endirinn í anda myndar frá Disney.

108 ára bið Chicago Cubs lauk í nótt | Myndbönd

Bölvun Chicago Cubs var loks aflétt í nótt er liðið varð meistari í bandaríska hafnaboltanum í fyrsta skipti síðan 1908. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur mátt bíða eins lengi eftir titli.

Bill Murray með viðtal ársins | Myndband

Einn þekktasti stuðningsmaður Chicago Cubs er gamanleikarinn Bill Murray og hann var að sjálfsögðu á leiknum sögulega í nótt er Cubs varð meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×