Fótbolti

CSKA rétti City líflínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bebras Natcho og Radja Nianggolan eigast við í kvöld.
Bebras Natcho og Radja Nianggolan eigast við í kvöld. Vísir/AFP
CSKA Moskva og Roma skildu jöfn, 1-1, í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld en úrslitin þýða að Manchester City á enn möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Allt leit út fyrir að Roma myndi vinna sigur í leiknum en Francesco Totti kom Rómverjum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 43. mínútu.

En á þriðju og síðustu mínútu uppbótartímans náði Vasili Berezutski að skora jöfnunarmark heimamanna, stuðningsmönnum City til mikillar gleði.

Roma og CSKA Moskva eru sem fyrr jöfn í 2.-3. sæti riðilsins og eru nú með fimm stig hvort. City er neðst með tvö stig en getur jafnað hin liðin að stigum með sigri á toppliði Bayern München í kvöld.

Bæjarar eru með fullt hús stiga í riðlinum og því öruggt með toppsætið en lokaumferð riðlakeppninnar fer fram 10. desember.

Porto styrkti stöðu sína á toppi H-riðils með öruggum 3-0 sigri á BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hector Miguel Herrera, Jackson Martinez og Cristian Tello skoruðu mörk Porto í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×