Erlent

Cruz styður Donald Trump

Cruz á landsþingi Repúblikana.
Cruz á landsþingi Repúblikana. Vísir/ATP
Bandaríkin „Ég hef ákveðið að á kjördag muni ég kjósa frambjóðanda Repúblikana, Donald Trump,“ segir í tilkynningu sem bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz sendi frá sér í gær. Cruz var sá sem næst komst því að sigra Trump í forvali Repúblikana og andaði köldu þeirra á milli, meðal annars vegna uppnefnisins „Lyga-Ted“ sem Trump hafði um Cruz.

Athygli vakti á landsþingi Repúblikana í júlí að Cruz lýsti ekki yfir stuðningi við frambjóðandann í ræðu sinni. Uppskar hann baul og öskur fyrir það.

Ástæðu stuðningsyfirlýsingarinnar sagði Cruz tvíþætta. Annars vegar loforð sem hann gaf í upphafi forvalsins um að styðja sigurvegara þess og hins vegar þá að Demókratinn Hillary Clinton mætti aldrei verða forseti. 


Tengdar fréttir

Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton

Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×