Fótbolti

Cruyff: Út í hött að halda að Ronaldo fari til Barcelona

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo spilar ekki fyrir Barcelona að mati johan Cruyff.
Cristiano Ronaldo spilar ekki fyrir Barcelona að mati johan Cruyff. vísir/getty
Hollenska knattspyrnugoðsögnin Johan Cruyff finnst það í besta falli fyndið að halda að Barcelona reyni að kaupa Cristiano Ronaldo frá Real Madrid.

Portúgalski fjölmiðlar hafa haldið því fram að Ronaldo gæti gengi í raðir Börsunga á næstu misserum eftir að Joan Laporta, fyrrverandi forseti Barcelona, hitti Jorge Mendes, umboðsmann Ronaldo fyrr í mánuðinum.

Laporta, sem þurfti að gefa forsetastólinn eftir vegna skandaldsins í kringum kaupin á Neymari, er sagður ætla að bjóða sig aftur fram í næstu forsetakosningum hjá félaginu.

Portúgalskir fjölmiðlar halda því fram að Laporta hafi rætt við Mendes um möguleg kaup á Ronaldo verði hann aftur aðalmaðurinn hjá Katalóníurisanum.

„Það er alveg út í hött að halda að Cristiano Ronaldo gæti spilað fyrir Barcelona,“ var það eina sem Johan Cruyff hafði að segja um orðrómana við blaðið Cadena Cope.

Hann ræddi svo einnig málefni Lionels Messi og sagði að hann væri ekki á leið frá Barcelona sama hvaða tilboð kæmi í hann.

„Auðvitað eru til lið sem eru tilbúin að borga 200 milljónir evra fyrir Messi, en ég held að hann fari ekki fyrir peningana,“ segir Johan Cruyff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×