Enski boltinn

Cruyff: Ég vildi að Pep færi til United frekar en City

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Hollenski fótboltasnillingurinn Johan Cruyff vildi frekar að Pep Guardiola hefði valið að fara til Manchester United frekar en Manchester City.

Manchester City tilkynnti á dögunum að Guardiola væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið og tekur hann við starfinu af Manuel Pellegrini í sumar.

Manchester United og Chelsea voru einnig í baráttunni um Guardiola sem bjó til eitt besta félagslið sögunnar hjá Barcelona og stefnir nú hraðbyri að þriðja Þýskalandsmeistaratitlinum í röð.

Johan Cruyff þekkir vel til Guardiola, en hann þjálfaði Spánverjann á sínum tíma. Með Guardiola í liðinu stýrði Cruyff Barcelona til sigurs í spænsku 1. deildinni fjórum sinnum og þá vann liðið Evrópukeppni Meistaraliða 1992.

„Ég vildi að Pep færi til United. Það hefur meiri hefð en City,“ segir Cruyff í viðtali við Esports Cope.

„Þetta er samt góður tími til að starfa hjá City. Það er með góða aðstöðu, á fullt af peningum og mun búa til gott lið,“ segir Cruyff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×