FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Cruyff: Ég vildi ađ Pep fćri til United frekar en City

 
Enski boltinn
16:30 09. FEBRÚAR 2016
Cruyff: Ég vildi ađ Pep fćri til United frekar en City
VÍSIR/GETTY

Hollenski fótboltasnillingurinn Johan Cruyff vildi frekar að Pep Guardiola hefði valið að fara til Manchester United frekar en Manchester City.

Manchester City tilkynnti á dögunum að Guardiola væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið og tekur hann við starfinu af Manuel Pellegrini í sumar.

Manchester United og Chelsea voru einnig í baráttunni um Guardiola sem bjó til eitt besta félagslið sögunnar hjá Barcelona og stefnir nú hraðbyri að þriðja Þýskalandsmeistaratitlinum í röð.

Johan Cruyff þekkir vel til Guardiola, en hann þjálfaði Spánverjann á sínum tíma. Með Guardiola í liðinu stýrði Cruyff Barcelona til sigurs í spænsku 1. deildinni fjórum sinnum og þá vann liðið Evrópukeppni Meistaraliða 1992.

„Ég vildi að Pep færi til United. Það hefur meiri hefð en City,“ segir Cruyff í viðtali við Esports Cope.

„Þetta er samt góður tími til að starfa hjá City. Það er með góða aðstöðu, á fullt af peningum og mun búa til gott lið,“ segir Cruyff.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Cruyff: Ég vildi ađ Pep fćri til United frekar en City
Fara efst