Viðskipti innlent

Crossfit Reykjavík hagnaðist um 11,7 milljónir

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík og Evert Víglundsson, yfirþjálfari.
Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík og Evert Víglundsson, yfirþjálfari.
Einkahlutafélagið CFR, sem heldur utan um rekstur Crossfit Reykjavík, hagnaðist um 11,7 milljónir króna árið 2015. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi félagsins en reksturinn skilaði 616 þúsunda króna tapi árið 2014.

CFR átti í lok 2015 eignir upp á 44,5 milljónir króna en skuldir félagsins námu þá 30,7 milljónum. Eigið fé þess var því jákvætt um 13,8 milljónir. Hluthafar félagsins voru átta í lok ársins. Evert Víglundsson, yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík og þjálfari úr sjónvarpsþáttunum Biggest Loser Ísland, átti 30 prósenta hlut líkt og félagið Hljómar ehf. Það er aftur í eigu Ívars Ísaks Guðjónssonar. Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í crossfit, átti 25 prósent en hún bættist í eigendahóp líkamsræktarstöðvarinnar í janúar 2012. Aðrir hluthafar áttu minna en fjögur prósent hver. 

Crossfit Reykjavík opnaði formlega í Skeifunni 8, þann 4. júlí 2010.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×