Viðskipti innlent

Creditinfo hyggst flytja höfuðstöðvar frá Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Fjárhags- og upplýsingafyrirtækið Creditinfo mun flytja höfuðstöðvar sínar af Íslandi og hafa starfsmenn þess hafið undirbúning að flutningi höfuðstöðva þess. Þetta kemur fram í frétt á vef Kjarnans.

Reynir Grétarsson, stærsti eigandi fyrirtækisins og einn af stofnendum þess, staðfestir yfirvofandi flutninga í samtali við Kjarnann. Hann vildi þó ekki tjá sig um málið að öðru leyti.

Um þrjú hundruð manns starfa hjá Creditinfo í sautján löndum og þar af um 60 á Íslandi.

Þá segir í frétt Kjarnans að Reynir hafi sent þremur ráðherrum tölvupóst eftir að þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið var lögð fram.

Í bréfinu hvatti hann ráðherrana til að bæta stöðu íslenskra fyrirtækja með alþjóðlegu samstarfi og sagði frá ákvörðuninni að flytja höfuðstöðvar Creditinfo úr landi.

Þá segir einnig í frétt Kjarnans að Creditinfo hafi bæst í hóp íslenskra frumkvöðlafyrirtækja sem ætli að flytja frá landi og nefna Marel, CCP og Össur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×