Viðskipti erlent

Credit Suisse segir um fjögur þúsund manns upp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Credit Suisse tilkynnti tap í fyrsta sinn yfir árið síðan 2008.
Credit Suisse tilkynnti tap í fyrsta sinn yfir árið síðan 2008.
Credit Suisse bankinn tilkynnti að hann hefði tapað 2,4 milljörðum dollara, jafnvirði 300 milljarða íslenska króna, fyrir skatt árið 2015. Þetta er fyrsta tap bankans á ári síðan árið 2008. Bankinn mun skera niður um fjögur þúsund starfsmenn vegna tapsins.

Bankinn hafði nú þegar ákveðið að skera niður starfsmannafjöldann, samkvæmt frétt BBC um málið, en ákvað að fjölga uppsögnum vegna slæmrar afkomu.

Hlutabréf í bankanum féllu um níu prósent í morgun í Zurich og hafa ekki verið lægri síðan árið 1992. Forstjóri bankans segir markaðsskilyrði í janúar 2016 benda til þess að markaðurinn verði sveiflukenndur fyrsta ársfjórðung ársins 2016. 

Fyrirtækið tilkynnti að það myndi hagræða um 900 milljónir svissneskra franka, jafnvirði 114 milljarða íslenskra króna, með nýrri starfsmanna stefnu og með því að fækka starfsmönnum í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×