Körfubolti

Craion á óskalista KR-inga | Finnur Atli á heimleið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Bandaríkjamaðurinn Michael Craion er einn þeirra leikmanna sem KR-ingar hafa rætt við fyrir næsta tímabil.

Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag.

„Við höfum rætt við hann eins og svo marga aðra en það er ekkert fast í hendi eins og er,“ sagði Böðvar. „Þetta er sá tími ársins þar sem liðin eru að skoða landslagið og ég reikna með því að fleiri lið hafi rætt við hann.“

„Það er ekkert leyndarmál að við erum að leita að stórum manni inn í teig,“ bætti Böðvar við.

Þá vonaðist Böðvar til að sjá Finn Atla Magnússon aftur í búningi KR en hann var á mála hjá Snæfelli á síðustu leiktíð. „Hann er að flytja aftur í bæinn og væri gaman að fá hann aftur. En það er ekkert frágengið - það er verið að leggja lokahönd á leikmannamálin fyrir næsta tímabil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×