ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 12:30

Skápur sem pabbi Rebekku smíđađi endađi á Sorpu fyrir mistök

LÍFIĐ

Craion: Ég get spilađ betur

 
Körfubolti
15:30 05. JANÚAR 2016
Michael Craion međ verđlaunin sín.
Michael Craion međ verđlaunin sín. VÍSIR/VILHELM

Besti leikmaður fyrri hluta Dominos-deildar karla, KR-ingurinn Michael Craion, var hógvær eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum.

„Það er vissulega alltaf gaman að vera heiðraður fyrir sinn leik en þetta er liðsíþrótt,“ sagði Craion yfirvegaður.

„Ég tel mig geta spilað betur og mun reyna að gera betur seinni helminginn af mótinu. Ég vakna alltaf seinni hlutann og geri betur. Það er meira undir þá og þessi leikur snýst um hvernig menn enda en ekki hvernig þeir byrja. Ég verð í betra formi og einbeittari.“

Margir áttu von á því að KR-liðið færi ósigrað í gegnum mótið en KR tapaði fyrsta leiknum og endaði með því að tapa tveim af ellefu leikjum sínum fyrir jólafrí.

„Tapið í fyrsta leiknum kom okkur beint niður á jörðina og vakti menn. Við vorum ekki eins ósnertanlegir og við héldum. Við komum grimmari til baka og tapið var gott fyrir okkur. Við ætlum okkur stóra hluti í framhaldinu og stefnum á báða titla. Ég vil sérstaklega vinna bikarinn eftir vonbrigðin í fyrra.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Craion: Ég get spilađ betur
Fara efst