Enski boltinn

Coutinho og Lovren missa af United-leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að þeir Philippe Coutinho og Dejan Lovren verði frá næstu vikurnar en báðir fóru meiddir af velli í leik liðsins gegn Stoke í vikunni.

Hvorugur verður með þegar Liverpool mætir Exeter í ensku bikarkeppninni á föstudag, né heldur Kolo Toure sem fékk krampa undir lok leiksins gegn Stoke.

„Meiðsli Phil eru alvarlegri en hjá Dejan og Kolo en enginn þeirra getur spilað með okkur á morgun,“ sagði Klopp í dag.

Sjá einnig: Klopp: Þurfum að sleppa úr þessari meiðslahringekju

„Kolo kemur vonandi til baka næstu viku. Dejan verður tilbúinn eftir leikinn gegn Manchester United (17. janúar) en Phil þarf 1-2 vikur til viðbótar.“

Klopp segir að það verði því breytingar á liðinu fyrir bikarleikinn gegn Exeter. „Liðið sem spilar á morgun mun 100 prósent vilja vinna leikinn en það verður lið sem hefur ekki oft náð að spila saman.“


Tengdar fréttir

Klopp: Þurfum að sleppa úr þessari meiðslahringekju

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur með 1-0 sigur á Stoke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum en sá líka tvo leikmenn togna aftan í læri í fyrri hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×