Erlent

Coulibaly jarðaður í úthverfi Parísar

Atli Ísleifsson skrifar
Alls fórust sautján manns í hryðjuverkaárásunum sem skóku París dagana 7. til 9. júní.
Alls fórust sautján manns í hryðjuverkaárásunum sem skóku París dagana 7. til 9. júní. Vísir/AFP
Franski hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hefur verið jarðaður í múlímskum grafreit í Thiais-hverfinu í úthverfi Parísarborgar. BBC greinir frá.



Lögregla skaut Coulibaly til bana eftir að hann hafði tekið fjölda manns í gíslingu og drepið fjóra í kosher matvöruverslun í austurhluta Parísar þann 9. janúar. Daginn áður hafði hann skotið lögreglukonu til bana.

Alls fórust sautján manns í hryðjuverkaárásunum sem skóku París dagana 7. til 9. júní.

Frönsk yfirvöld hafa þegar jarðað lík bræðranna Cherif og Said Kouachi sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og drápu tólf.


Tengdar fréttir

Hetjan úr kosher versluninni fær ríkisborgararétt

Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×