Enski boltinn

Costa spilar á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Diego Costa verður í byrjunarliði Chelsea gegn Sporting Lissabon í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, staðfesti það í kvöld.

Costa hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri og Mourinho hefur áður sagt að hann geti ekki spilað tvo heila leiki í sömu vikunni.

„Diego byrjar,“ sagði Mourinho. „Það er áhætta fólgin í því, vissulega. En hann mun spila. Við vitum hver áhættan er og tökum hana.“

„Vonandi gengur allt að óskum og þá hefur hann fram á sunnudag til að jafna sig fyrir leikinn gegn Arsenal.“

„Ég hvíli menn ekki. Ég tek ákvarðanir. Ég er ekki að hugsa um Arsenal heldur Sporting og ég mun tefla fram liði sem ég tel best.“


Tengdar fréttir

Costa tæpur fyrir helgina

Stjörnuframherjinn getur ef til vill aðeins spilað einn leik í viku í byrjunarliði.

Costa missir af leiknum gegn Makedóniu

Framherjinn Diego Costa verður ekki með spænska landsliðinu gegn því makedónska í undankeppni EM 2016 í dag vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×