Enski boltinn

Costa sá um Swansea

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Costa fór á kostum
Costa fór á kostum Vísir/Getty
Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea sem tapaði 4-2 fyrir Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum í dag. Diego Costa skoraði þrennu  í leiknum.

John Terry kom Swansea yfir á 11. mínútu þegar hann sendi boltann í eigið mark. Swansea barðist vel og lék ágætlega framan af en er leið á fyrri hálfleikinn þyngdist sókn Chelsea og Costa skoraði eftir hornspyrnu Cesc Fabregas á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Costa var aftur á ferðinni eftir sendingu Fabregas á 56. mínútu og ellefu mínútum síðar fullkomnaði hann þrennuna en nú eftir sendingu Ramires.

Fimm mínútum síðar var Costa skipt af leikvelli og skoraði varamaðurinn hans, Luic Remy, fjórða mark Chelsea níu mínútum fyrir leikslok.

Jonjo Shelvey minnkaði muninn á 86. mínútu og þar við sat.

Sigur Chelsea þýðir að liðið er eitt með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Swansea er þó enn í öðru sæti með 9 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×