Enski boltinn

Costa meiddist á æfingu í gær | Frá í sex vikur?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Diego Costa hefur farið vel af stað með Chelsea.
Diego Costa hefur farið vel af stað með Chelsea. Vísir/Getty
Samkvæmt enskum fjölmiðlum meiddist spænski framherjinn Diego Costa aftan á læri á æfingu Chelsea í gær og verður hann líklegast ekki með liðinu í leik gegn Everton um helgina.

Costa neyddist til þess að hætta á miðri æfingu í gær og gæti samkvæmt heimildum Daily Telegraph verið frá í allt að sex vikur en Chelsea hefur enn ekki greint frá meiðslum hans.

Meiðsli Costa gera Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, erfitt fyrir en portúgalski þjálfarinn þarf að öllum líkindum að treysta á Fernando Torres eða hinn 36 árs gamla Didier Drogba í framlínunni gegn Everton um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×