Enski boltinn

Costa fær 30 milljónir á viku en hirti túkall sem kastað var að honum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það munar um allt þegar menn hugsa til framtíðar.
Það munar um allt þegar menn hugsa til framtíðar. vísir/getty
Diego Costa stakk heldur betur upp í einn stuðningsmann Tottenham sem kastaði smámynt að spænska framherjanum í úrslitaleik Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum á Wembley í gær.

Sjá einnig:Bikarinn á Brúnna | Sjáðu mörkin

Stuðningsmaðurinn lét tveggja punda mynt flakka í áttina að Costa sem tók peninginn upp af grasinu, setti hann inn á nærbuxurnar og hljóp í burtu.

Costa fær 150 þúsund pund í vikulaun hjá Chelsea eða 30 milljónir íslenskra króna. Hann virðir þó greinilega aurinn og bætti túkallinum við annars vel feitan bankareikning sinn.

Spænski framherjinn bætti svo um betur og skoraði annað mark liðsins í seinni hálfleik en Chelsea fagnaði sigri í deildabikarnum í fimmta sinn.

vísir/getty
vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×