Enski boltinn

Costa: Mun ekki breyta því hvernig ég spila

Anton Ingi Leifsson skrifar
Costa í eldlínunni.
Costa í eldlínunni. Vísir/Getty
Diego Costa verður í eldlínunni með Chelsea gegn Tottenham í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudag. Hann hefur verið funheitur á tímabilinu og raðað inn mörkum fyrir Lundúnarliðið.

Costa hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu fyrir hvernig hann hefur spilað, það er að segja fyrir allskyns gróf brot. Hann fékk meðal annars þriggja leikja bann fyrir að stíga á Emre Can, leikmann Liverpool.

„Ég er ekki að fara breyta því hvernig ég spila. Ég veit það núna að ég þarf að vera örlítið rólegri því það er ekki eins þegar ég geri það og aðrir gera það," sagði Costa við fjölmiðla.

„Það er talað meira um sumt sem ég geri heldur en þegar einhver annar leikmaður gerir það."

Leikur Chelsea og Tottenham verður í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport/HD á morgun, en útsending hefst 15:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×