Enski boltinn

Corden þjálfar Arsenal: „Heitirðu Oxlade-Chamberlain? Það hljómar eins og ostur“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Enski grínistinn James Corden, sem stýrir sínum eigin spjallþætti á sjónvarpsstöðinni CBS í Bandaríkjunum, fékk að sjá um æfingu enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal í einn dag í Bandaríkjunum í sumar.

„Arsenal er gott félag en það er kominn tími til að það verði frábært félag. Og hver er betri til að kenna þeim en einhver gaur með sjónvarpsþátt,“ segir Corden í innslaginu sem var sýnt í þætti hans í nótt.

Corden reyndi vitaskuld að gera eins fyndna hluti og hægt var og byrjaði fjörið þegar hann las upp nöfn leikmanna Arsenal í rútunni. „Heitirðu Oxlade-Chamberlain? Það hljómar eins og ostur,“ sagði hann við Alex Oxlade-Chamberlain.

Arsenal-mennirnir þóttust vera rosalega ósáttir við þetta en Hector Bellerin sagði: „Hann ætti að halda sig við að syngja í bíl. Ég fæ þennan klukkutíma aldrei aftur.“

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×