Erlent

Corbyn vill leggja niður lávarðadeildina

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fulltrúarnir í lávarðadeildinni eru meðlimar efri stéttar Bretlands og með titla, flestir eru lávarðar (e. lords) og hafa margir erft titil sinn og aðgang að þinginu.
Fulltrúarnir í lávarðadeildinni eru meðlimar efri stéttar Bretlands og með titla, flestir eru lávarðar (e. lords) og hafa margir erft titil sinn og aðgang að þinginu. Vísir/EPA
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, hefur tilkynnt áætlanir um að leggja niður lávarðadeildina, efri deild breska þingsins, sem lið af breytingum á bresku stjórnarskránni.

Ólíkt neðri deild breska þingsins, House of Commons, eru fulltrúar í lávarðadeildinni House of Lords ekki kjörnir heldur er valið inn í deildina. Tuttugu og sex biskupar í Englandskirkju eru í deildinni. Hinir fulltrúar í deildinni eru að jafnaði valdir af meðlimi af bresku konungsfjölskyldunni með aðstoð forsætisráðherra. Fulltrúarnir eru meðlimar efri stéttar Bretlands og með titla, flestir eru lávarðar (e. lords) og hafa margir erft titil sinn og aðgang að þinginu. Engin takmörk eru fyrir fjölda fulltrúa og eru þeir nú 797. Lávarðadeildin gagnrýnir lög neðri deildarinnar og leggur til breytingar, en hefur mjög lítil völd til að koma í veg fyrir að lög taki gildi.

Corbyn vill í stað lávarðardeildarinnar efri deild sem kosið er í. „Ákvarðanir í Bretlandi eru mjög oft teknar af toppunum. Það er ein helsta ástæða þess að ríkið er rekið með hagsmuni forrétindahóps að leiðarljósi,“ sagði Corbyn um málið. Corbyn telur að þessu þurfi að breyta. Corbyn leggur einnig til að réttindi stéttarfélaga verði aukin í launabaráttum.

Yfirstandandi er formannsslagur innan verkamannaflokksins og er Corbyn í hörkubaráttu við Owen Smith.


Tengdar fréttir

Hiti í kappræðum formannsefna Verkamannaflokksins

Owen Smith og Jeremy Corbyn bjóða sig fram til formanns Verkamannaflokksins. Smith sagðist í kappræðum vilja ræða við Íslamska ríkið og sagði Corbyn hugmyndina vanhugsaða. Formannskjörið hefur einkennst af vandræðagangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×