Erlent

Corbyn ætlar ekki að segja af sér

Sveinn Arnarsson skrifar
Jeremy Corbyn á í vök að verjast þessa dagana
Jeremy Corbyn á í vök að verjast þessa dagana Fréttablaðið/EPA
Hundrað sjötíu og tveir þingmenn breska Verkamannaflokksins kusu gegn sitjandi formanni flokksins. Jeremy Corbyn, á þingflokksfundi í gær. Aðeins 40 þingmenn flokksins lýstu yfir trausti á leiðtoga sinn. Samt sem áður ætlar Corbyn sér að sitja áfram sem leiðtogi og kallaði eftir stuðningi við sig í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi.

„Við erum lýðræðislegur flokkur.Þjóðin þarf á því að halda að meðlimir flokksins og þingmenn standi þétt við bakið á mér á viðsjárverðum tímum,“ segir Corbyn.

Gustað hefur hressilega um leiðtogann eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna síðastliðinn föstudag um útgöngu Breta úr ESB. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, hættir sem forsætisráðherra í haust vegna úrslita kosninganna. Jeremy Corbyn ætlar sér hins vegar að sitja sem fastast og sakar ríkisstjórnina um að passa ekki nægilega upp á hagsmuni Breta.

„Ríkisstjórnin er lömuð og án áætlunar um næstu skref. Hins vegar eru hún ákveðin í að láta vinnandi fólk borga brúsann með niðurskurði og skattahækkunum,“ segir Corbyn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×