Enski boltinn

Conte: Gríðarlega mikilvæg úrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Conte á hliðarlínunni í dag.
Conte á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
„Ég er virkilega ánægður með frammistöðu minna leikmanna, við byrjuðum vel, létum boltann vinna og sköpuðum fullt,“ segir Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, í samtali við SkySports eftir að Chelsea hafði valtað yfir Manchester United, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Ég hef verið virkilega ánægður með áræðnina í mínum mönnum á æfingum og þeir áttu þetta skilið. Liðið er að bæta sig jafnt og þétt og við verðum að halda því áfram.“

Umdeilt atvik átti sér stað í leiknum í dag þegar David Luiz tæklaði Marouane Fellaini illa og fékk aðeins gult spjald.

„Ég sá það ekki nægilega vel. Hann var frábær í leiknum og ég veit hreinlega ekki hvort hann hafi átt skilið að fá rautt spjald. Þetta voru gríðarlega mikilvæg úrslit, sérstaklega eftir að hafa tapað fyrir Arsenal og Liverpool. Núna þurfum við bara að undirbúa okkur fyrir leikinn á móti West Ham á miðvikudaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×