Enski boltinn

Conte: Gerðum það sama og með Diego

Dagur Lárusson skrifar
Antonio fagnar eftir sigurinn í gær
Antonio fagnar eftir sigurinn í gær Vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Stoke í gær en hann segir þó að leikurinn hafi ekki verið léttur.

„Þetta var alls ekki létt þrátt fyrir úrslitin. Við verðum að vera ánægðir og sáttir með það að vinna á útivelli gegn Stoke þar sem þeir eru frábært lið.“

,Nú er það mikilvægt að hvíla okkur vel og vera tilbúnir í slaginn gegn Atletico Madrid í vikunni.”

„Við nýttum færin okkar vel en það er venjulegt að koma hingað og lenda í vandræðum eins og við sáum með Arsenal og Manchester United.“

Í vikunni var það staðfest að Diego Costa muni ganga til liðs við Atletico Madrid en arftaki hans, Alvaro Morata, skoraði þrennu í gærkvöldi.

„Þetta var frábær frammistaða hjá Morata. Þetta þýðir að við erum að skapa færi fyrir framherjann okkar, alveg eins og á síðsta tímabili með Diego.“


Tengdar fréttir

Morata: United vildi fá mig

Alvaro Morata, leikmaður Chelsea, segir að Manchester United hafi lagt fram tilboð í sig í sumar en hann hafi alltaf viljað fara til Chelsea

Conte: Gott jafntefli

Antonio Conte virtist nokkuð sáttur með úrslit dagsins gegn Arsenal en hann neitaði að tjá sig um rauða spjaldið hjá David Luiz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×