Enski boltinn

Conte: Erfitt að ná City

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte, stjóri Chelsea
Antonio Conte, stjóri Chelsea vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea var að vonum ánægður eftir 4-0 sigur sinna manna gegn West Brom í gær en hann var farinn að vera undir pressu á síðustu vikum og þá sérstaklega eftir 3-0 tap liðsins gegn Roma á dögunum.

Þrátt fyrir að vera sáttur með leikinn í gær þá veit hann þó að það verður erfitt að ná Manchester City.

„Við erum að sjálfsögðu ánægðir enda var frammistaðan mjög góð og jákvæð.“

„Frá 1.mínútu sýndum við mikla einbeitingu og ákveðni og það var það sem ég var ánægðastur með.“

„Það er létt að gleyma því að á síðasta tímabili þá vorum við í vandræðum í báðum leikjunum gegn WBA en í þetta skiptið sundurspiluðum við þá.“

Manchester City vann Leicester 2-0 í gær og viðurkennir Conte að það verður erfitt að ná þeim.

„Ég verð að viðurkenna það að Manchester City er að spila mjög vel og það er mjög erfitt að hugsa það að við munum ná þeim. Þeir vinna hvern einasta leik og hafa gert aðeins eitt jafntefli.“

„Í svona stöðu þá er erfitt að hugsa að maður geti náð þeim en við verðum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og spila eins og við spiluðum í dag.“


Tengdar fréttir

Conte: Þurfum að finna hungrið

Chelsea fékk á baukinn í Rómarborg í gær er liðið tapaði 3-0 gegn AS Roma. Skal því engan undra að stjóri Chelsea, Antonio Conte, sé áhyggjufullur.

Conte: Kraftaverk að við urðum meistarar

Englandsmeistarar Chelsea taka á móti Manchester United í dag en Antonio Conte telur það hafa verið algjört kraftaverk að liðið sitt varð Englandsmeistari á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×