Enski boltinn

Conte: Ég er ekki að ljúga

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte
Antonio Conte vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að David Luiz sé í raun og veru meiddur og hann sé ekki að ljúga að fréttamönnum. Sögusagnir hafa verið á sveimi síðustu vikur að David Luiz sé ekki meiddur heldur hreinlega út í kuldanum hjá Antonio Conte.

Síðasti leikur sem David Luiz spilaði fyrir Chelsea var í 3-0 tapi fyrir Roma í meistardeildinni í byrjun nóvember.

„Ég skil það að það séu einhverjir sem halda að ég sé ekki að segja satt. Ég er svekktur, en ég skil þetta.“

„Ég vil alltaf segja sannleikann, ég vil segja vondann sannleika í stað þess að segja góða lygi.“

„Ég mun reyna að leysa þetta vandamál. Við munum kannski hringja í lækninn hans og setja upp fréttamannafund þar sem hann útskýrir fyrir ykkur stöðuna hjá David Luiz.“

David Luiz kom til Chelsea frá PSG fyrir síðasta tímabil og var lykilmaður í liði Chelsea í fyrra þegar liðið vann ensku úrvalsdeildina.


Tengdar fréttir

Conte setur úrvalsdeildina í forgang

Antonio Conte beinir sjónum sínum að því að ná einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Chelsea dróst gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×