Enski boltinn

Conte: Chelsea er greinilega bara gott á pappír

Stefán Árni Pálsson skrifar
Conte og Terry eftir leikinn sem Chelsea vann á dögunum.
Conte og Terry eftir leikinn sem Chelsea vann á dögunum. Vísir/getty
Það voru margir sem spáðu Chelsea góðu gengi á tímabilinu, þrátt fyrir að liðið hafi spilað skelfilega á því síðasta.

Liðið tapaði illa fyrir Arsenal í gær og fór leikurinn 3-0. Antonio Conte, knattspyrnustjóri liðsins segir að Chelsea eigi mjög langt í land til að verða að alvöru samkeppnishæft á toppi deildarinnar.

„Við vorum ekki með rétt hugafar alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Conte við BT sport eftir leikinn í gær.

„Við áttum lélegan leik á móti góðu liði. Liðið þarf að spila miklu betur og við þurfum að vinna mikið í okkar leik. Núna erum við bara frábært lið á pappír.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×