MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 18:40

Kanínurnar hans Arnars hoppuđu inn í undanúrslitin

SPORT

Conor yrđi kastađ um eins og tuskudúkku í veltivigtinni

 
Sport
12:00 25. NÓVEMBER 2016
Conor McGregor.
Conor McGregor. VÍSIR/GETTY

Nú þegar er byrjað að ræða um að Conor McGregor reyni að ná þriðja heimsmeistarabeltinu hjá UFC.

Hann er nú handhafi beltanna í fjaðurvigt og léttvigt. Næsti flokkur þar fyrir ofan er flokkur Gunnars Nelson, veltivigtin.

Stephen Thompson var nærri því að ná beltinu í veltivigt á UFC 205 í New York er hann gerði jafntefli við heimsmeistarann, Tyron Woodley. Woodley heldur því beltinu.

Thompson, sem kallar sig Wonderboy, segir það tóma vitleysu að tala um að Conor færi sig upp í veltivigt.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá held ég að honum verði bara kastað um eins og tuskudúkku í okkar flokki. Það er mikill munur á þessum þyngdarflokkum,“ sagði Thompson en Conor mætti Nate Diaz í tvígang í þessum þyngdarflokki.

„Ef Conor fær þetta tækifæri gegn Tyron þá verður kvöldið mjög erfitt fyrir hann. Ég þekki það nú af persónulegri reynslu hversu sterkur Tyron er. Hann var sterkari en ég hélt að hann væri.“

Thompson segist vera meira en klár í að berjast við Conor ef sá bardagi kæmi upp á borðið.

„Heldur betur. Allir sem berjast við hann fá vel útborgað. Hann er einn af þeim bestu í UFC með tvö belti. Það væri samt staða þar sem ég myndi aldrei vinna neitt persónulega. Ef ég myndi vinna þá myndi enginn kippa sér upp við það því það þætti sjálfsagt. Ef ég tapaði þá væri það líka vont fyrir mig.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Conor yrđi kastađ um eins og tuskudúkku í veltivigtinni
Fara efst