Sport

Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí.

Conor McGregor sigraði Dennis Siver örugglega fyrr í janúar og tryggði sér þar með titilbardaga gegn fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo. McGregor hefur sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og klárað fjóra af þeim með rothöggi.

Orðrómnum um 70.000 manna bardagakvöldið í Írlandi hefur nú verið þaggað um stund en írskir bardagaaðdáendur vonuðust eftir að titilbardaginn færi fram á Croke Park eða Aviva Stadium í Dublin.

Bardaginn mun þess í stað fara fram í Las Vegas þann 7. júlí og verður hápunkturinn á „International Fight Week“.

UFC 183 fer fram í kvöld og verður Conor McGregor meðal áhorfenda sem sérstakur gestur. Á viðburði sem fram fór í gær í tengslum við UFC 183 staðfesti McGregor að bardaginn færi fram þann 7. júlí í Las Vegas.

MMA

Tengdar fréttir

Á Siver möguleika gegn McGregor?

Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×