MIĐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ NÝJAST 19:49

Blikastúlkur á toppinn

SPORT

Conor hrynur niđur styrkleikalistann hjá UFC

 
Sport
23:15 08. MARS 2016
Conor í bardaganum um síđustu helgi.
Conor í bardaganum um síđustu helgi. VÍSIR/GETTY

Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi.

Írinn er nú í áttunda sæti listans en enginn fellur um eins mörg sæti á listanum og hann. Luke Rockhold, meistari í millivigt, fer upp um tvö sæti og í þriðja sætið. Jon Jones er enn á toppnum og Demetrious Johnson er í öðru sæti.

Miesha Tate er í fyrsta skipti á pund fyrir pund listanum. Hún kemur inn í 15. sætið eftir sigurinn á Holly Holm.

Nate Diaz fer ekki upp nein sæti á listanum þar sem hann er léttvigtarmaður og þeir börðust í veltivigt.

Í veltivigtinni er aðeins ein breyting. Næsti andstæðingur Gunnars Nelson, Albert Tumenov, er kominn upp í 14. sæti listans en Gunnar er enn utan listans. Thiago Alves er í fimmtánda sætinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Conor hrynur niđur styrkleikalistann hjá UFC
Fara efst