MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 22:24

Of margir međ fasta búsetu í gistiskýlinu viđ Lindargötu

FRÉTTIR

Conor hrynur niđur styrkleikalistann hjá UFC

 
Sport
23:15 08. MARS 2016
Conor í bardaganum um síđustu helgi.
Conor í bardaganum um síđustu helgi. VÍSIR/GETTY

Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi.

Írinn er nú í áttunda sæti listans en enginn fellur um eins mörg sæti á listanum og hann. Luke Rockhold, meistari í millivigt, fer upp um tvö sæti og í þriðja sætið. Jon Jones er enn á toppnum og Demetrious Johnson er í öðru sæti.

Miesha Tate er í fyrsta skipti á pund fyrir pund listanum. Hún kemur inn í 15. sætið eftir sigurinn á Holly Holm.

Nate Diaz fer ekki upp nein sæti á listanum þar sem hann er léttvigtarmaður og þeir börðust í veltivigt.

Í veltivigtinni er aðeins ein breyting. Næsti andstæðingur Gunnars Nelson, Albert Tumenov, er kominn upp í 14. sæti listans en Gunnar er enn utan listans. Thiago Alves er í fimmtánda sætinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Conor hrynur niđur styrkleikalistann hjá UFC
Fara efst