Sport

Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor í bardaganum um síðustu helgi.
Conor í bardaganum um síðustu helgi. vísir/getty
Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi.

Írinn er nú í áttunda sæti listans en enginn fellur um eins mörg sæti á listanum og hann. Luke Rockhold, meistari í millivigt, fer upp um tvö sæti og í þriðja sætið. Jon Jones er enn á toppnum og Demetrious Johnson er í öðru sæti.

Miesha Tate er í fyrsta skipti á pund fyrir pund listanum. Hún kemur inn í 15. sætið eftir sigurinn á Holly Holm.

Nate Diaz fer ekki upp nein sæti á listanum þar sem hann er léttvigtarmaður og þeir börðust í veltivigt.

Í veltivigtinni er aðeins ein breyting. Næsti andstæðingur Gunnars Nelson, Albert Tumenov, er kominn upp í 14. sæti listans en Gunnar er enn utan listans. Thiago Alves er í fimmtánda sætinu.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×