Sport

Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Conor McGregor er kominn aftur!
Conor McGregor er kominn aftur! vísir/getty
Írski bardagakappinn Conor McGregor staðfesti á Twitter-síðu sinni eldsnemma í morgun að hann verður með á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas þrátt fyrir allt sem gengið hefur á undanfarna daga.

Hann þakkar Dana White og Lorenzo Fertitta, yfirmönnum UFC, fyrir að ganga frá málum fyrir stuðningsmennina og af tístinu að dæma má sjá að hann er ánægður með að fá að berjast.

Conor, sem sagðist í síðustu viku vera hættur, mætir Nate Diaz öðru sinni í T-Mobile höllinni í Las Vegas 9. júlí en hann tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga gegn Diaz í mars þegar þeir börðust í veltivigt.

Mikið hefur gengið á síðan Conor sagðist vera hættur, en hann segist ekki hafa áhuga á að fara í annan eins kynningartúr fyrir þennan bardaga og hann hefur gert fyrir síðustu bardaga sína.

Nú virðist sem svo að Conor og æðstu prestar UFC hafi komist að samkomulagi þannig aðdáendur írska vélbyssukjaftsins fá að sjá hann reyna að svara fyrir tapið gegn Diaz í síðasta bardaga.

Diaz sagði sjálfur á blaðamannafundi í Vegas á föstudagskvöldið sem Conor mætti ekki á að hann færi í frí ef hann myndi ekki berjast við Írann. Hann var að undirbúa sig fyrir annan bardaga við Conor og ætlaði ekki að mæta neinum öðrum með þetta stuttum fyrirvara.

Conor McGregor er staddur á Íslandi að hjálpa Gunnari Nelson í undirbúningi sínum fyrir næsta bardaga hans í Rotterdam 8. maí.

MMA

Tengdar fréttir

Takk fyrir minningarnar, Conor

Vísir setti saman gæsahúðarmyndband í tilefni af því að Conor McGregor er hættur í MMA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×