Conor gaf ekki fjađurvigtarbeltiđ frá sér

 
Sport
11:00 30. NÓVEMBER 2016
Conor og Aldo.
Conor og Aldo. VÍSIR/GETTY

Ólíkt því sem UFC segir þá gaf Conor McGregor ekki fjaðurvigtarbeltið sitt hjá UFC frá sér heldur var það tekið af honum.

UFC lenti í vandræðum með UFC 206 eftir að Daniel Cormier meiddist og gat ekki barist. Til þess að gera nýjan aðalbardaga meira spennandi var beltið tekið af Conor og sett aftur á Jose Aldo sem var bráðabirgðameistari.

Nýr aðalbardagi í UFC 206 á milli Max Holloway og Anthony Pettis verður því um bráðabirgðabeltð í fjaðurvigtinni.

„Þetta er allt saman mjög klaufalegt. UFC varð að selja UFC 206 með titilbardaga og því var ákveðið að berjast um bráðabirgðabelti sem Aldo á og setja aðalbeltið á hann. Mér finnst þetta vera fáranlegt,“ sagði John Kavangh, þjálfari Conors.

„Það eru bara 11 mánuðir síðan Conor vann beltið. Það hefur margoft komið fyrir að meistarar hafi beðið í 15 til 18 mánuði þar til þeir verja beltið sitt. Mér finnst UFC ekki vera að hugsa mjög langt fram í tímann.“

UFC 206 fer fram 10. desember í Toronto.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Conor gaf ekki fjađurvigtarbeltiđ frá sér
Fara efst