Sport

Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aldo og Conor.
Aldo og Conor. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið.

McGregor rotaði Aldo á 13 sekúndum í desember og tók beltið af honum. Írinn fór svo upp um tvo þyngdarflokka til þess að berjast við Nate Diaz en tapaði í annarri lotu.

„Þú átt að koma aftur niður í fjaðurvigtina með skottið á milli lappanna,“ sagði Aldo en hann er ekki hrifinn af því að verið sé að vinna í öðrum bardaga á milli Conor og Diaz.

„Ég rotaði þig næstum síðast og þegar ég hitti næst þá muntu sofa. Conor er ljón þegar hann sækir en er bara eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann. Það sáu allir á augum hans gegn Diaz að hann var aumingi sem gafst upp þegar það var tekið á honum.“

UFC 200 er næsta sumar og Aldo segir að heimurinn vilji frekar sjá bardaga með sér gegn Conor en endurtekningu á Conor og Diaz.

„Ég er að bíða eftir bardaganum og það rétta í stöðunni er að gefa mér annað tækifæri. Við náðum ekkert að berjast síðast og heimurinn vill sjá okkur berjast. Það vilja allir sjá mig lemja hann og það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×