Conor ćtlar ađ verđa besti knapi í heimi | Myndband

 
Sport
13:00 05. JANÚAR 2017
Leikararnir Conor McGregor og Jon Lovitz. Hver sá ţađ ekki fyrir?
Leikararnir Conor McGregor og Jon Lovitz. Hver sá ţađ ekki fyrir?

Írinn Conor McGregor notar fríið sitt frá UFC til þess að reyna fyrir sér í leiklistinni og í gær mátti sjá frumraun hans á því sviði þar sem hann leikur með Jon Lovitz.

Þeir eru í aðalhlutverkum í litlum stiklum fyrir Pegasus World Cup Invitational. Þar eru hestar í aðalhlutverkum en ekki bardagamenn og stórir peningar í boði. Þess vegna er hóað í peningamanninn Conor McGregor.Conor leikur sjálfan sig í stiklunum og er orðinn knapi. Það sem meira er þá ætlar hann að verða besti knapinn „pund fyrir pund“.

Conor stendur sig ágætlega í stiklunni þar sem hann spyr meðal annars hversu erfitt það geti eiginlega verið að keppa á hestum. Hann sé bestur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Von er á fleiri stiklum á næstu dögum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Conor ćtlar ađ verđa besti knapi í heimi | Myndband
Fara efst