Conor: Ég vel mér réttu stađina og ţess vegna fór ég til Íslands

 
Sport
13:00 11. NÓVEMBER 2016
Gunnar og Conor McGregor á ćfingu í Mjölniskastalanum fyrr í sumar.
Gunnar og Conor McGregor á ćfingu í Mjölniskastalanum fyrr í sumar. MYND/KJARTAN PÁLL

Conor McGregor vakti heimsathygli fyrr á þessu ári þegar hann dró sig úr bardaga sínum við Nate Diaz á UFC 200 og tilkynnti að hann væri hættur að berjast.

McGregor neitaði að sinna skyldum sínum gagnvart UFC og mæta á blaðamannafund í Las Vegas fyrir bardagann. Hann var þá staddur á Íslandi og neitaði að fljúga vestur um haf.

Málið er rifjað upp á vefsíðu bandaríska dagblaðsins USA Today í dag en McGregor mun á morgun berjast við Eddie Alvarez í UFC 205 í New York.

Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors

Vitaskuld fór það svo að McGregor hætti við að hætta og barðist svo við Nate Diaz á UFC 202. Hann hafði þá betur en bardaginn var án nokkurs vafa sá stærsti í sögu UFC.

En af hverju fer Conor til Íslands þegar hann er að undirbúa sig fyrir bardaga?

„Ég er hárnákvæmur. Undirbúningur minn snýst um smáatriði. Þetta eru vísindi. Þegar ég er að undirbúa mig þá er ég ekki að leika mér. Ég finn réttu staðina, rétta fólkið og rétta umhverfið. Ísland er einn af þessum stöðum,“ sagði McGregor í viðtalinu.


Gunnar Nelson og Conor McGregor eru góđir vinir.
Gunnar Nelson og Conor McGregor eru góđir vinir. VÍSIR/GETTY

Tenging Conors við Ísland á sér langa sögu en fyrsti umboðsmaður hans var Haraldur Nelson, faðir Gunnars sem hefur verið æfingafélagi Conors um árabil.

„Ég þekkti Conor áður en allt þetta byrjaði. Þegar hann var á félagslegum bótum og reyna að byggja upp feril sinn sem bardagamaður. Honum hefur ávallt liðið vel á Íslandi og margar ástæður fyrir því að það er eins og æfingaparadís fyrir hann.“

John Kavanagh, þjálfari þeirra Conors og Gunnars, segir að Ísland henti þeim vel.

Sjá einnig: Conor: Þið gerið ekki annað en væla og skæla

„Þar lifa þeir heilbrigðum lífsstíl. Lífið gengur aðeins hægar fyrir sig og frábært fyrir bardagamenn að stilla sig af, andlega og líkamlega. Það er ekki mikið stress og nóg af fersku lofti.“

Haraldur segir að Conor hafi klæðst íslensku landsliðstreyjunni á meðan Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu stóð í Frakklandi í sumar.

„Við skiljum hann hér. Við berum virðingu fyrir því að hann hefur gert Ísland að sínu öðru heimili og fyrir okkur er hann eins og sonur.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Conor: Ég vel mér réttu stađina og ţess vegna fór ég til Íslands
Fara efst