SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir

 
Erlent
15:20 20. MARS 2017
James Comey, yfirmađur FBI.
James Comey, yfirmađur FBI. VÍSIR/EPA

James Comey, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir engar sannanir eða vísbendingar hafa fundist sem styðji við þær ásakanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Barack Obama, forveri hans, hafi látið hlera Trump-turn.

Comey sagði að leitað hefði verið í gögnum FBI að upplýsingum vegna ásakana, en ekkert hafi fundist. Hann sagði sömu sögu að segja frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans

Þar að auki sagði Comey að enginn forseti gæti fyrirskipað hleranir eins og þær sem Donald Trump lýsti í tístum sínum. Slíkar hleranir þyrftu að fara fyrir dómara og aðilar innan allra þriggja greina stjórnkerfis Bandaríkjanna kæmu að því að gefa leyfi fyrir slíkum hlerunum.

Þá sagði Michael Rogers, yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, að hann byggi yfir nokkrum upplýsingum um að Obama hefði fengið Bresku leyniþjónustuna til að hlera Trump-turninn. Hann sagði að það væri ólöglegt og bryti gegn Fimm augu samkomulaginu svokallaða.
Bein útsending frá fundinum.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir
Fara efst