Erlent

Colin Powell styður Hillary Clinton

Atli Ísleifsson skrifar
Colin Powell gegndi embætti utanríkisráðherra fyrstu fjögur ár forsetatíðar Repúblikanans George W. Bush.
Colin Powell gegndi embætti utanríkisráðherra fyrstu fjögur ár forsetatíðar Repúblikanans George W. Bush. Vísir/AFP
Colin Powell hyggst kjósa Hillary Clinton í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara 8. nóvember.

Powell greindi frá þessari afstöðu sinni á hádegisverðarfundi með fulltrúum atvinnulífsins í Los Angeles í gær.

Powell gegndi embætti utanríkisráðherra fyrstu fjögur ár forsetatíðar Repúblikanans George W. Bush.

Hélt Powell því fram að öfugt við Donald Trump væri Clinton fær leiðtogi með reynslu. Hann gagnrýndi jafnframt ummæli Trump harðlega sem hann sagði stuðla að slæmri ímynd Bandaríkjanna meðal bandamanna og í alþjóðasamfélaginu almennt.

„Hann hefur á einhvern hátt móðgað Bandaríkin á næstum hverjum degi,“ sagði Powell um Trump. „Hann hefur móðgað Bandaríkjamenn af rómönskum uppruna. Hann hefur móðgað Bandaríkjamenn af afrískum uppruna. Hann hefur móðgað konur. Hann hefur móðgað sinn eigin flokk.“

Powell bætist þar með í fjölmennan hóp háttsettra Repúblikana sem hafa greint frá því að þeir muni ekki styðja Trump í komandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×