Lífið

Colbert líkir tapi Englendinga við Brexit

Jakob Bjarnar skrifar
Stephen Colbert, bandarískur spjallaþáttastjórnandi, en hann er umsjónarmaður The Late Show á CBS, gerir sér mat úr leik Íslands gegn Englandi. Hann segir að þetta hafi verið það versta sem komið hefur fyrir Englendinga ... í fjóra daga.

Gestir í sjónvarssal fagna þessu mjög en Colbert er þar að vísa til Brexit.

Spjallþáttastjórnandinn fjallar ítarlega um lýsingu Guðmundar Benediktssonar og segir að þarna sé ekki um mann sem er með hönd sína fasta í kvörn né heldur ógurlegt dauðastríð í senu Game of Thrones. Og svo les hann upp þýðingu á lýsingu Guðmundar; sem segir að Englendingar geti farið hvert sem þeir vilji, sín vegna, úr Evrópu, hvern fjandann sem þeim sýnist – sér gæti ekki staðið meira á sama.

En, hér er atriðið umrætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×