Viðskipti innlent

CO+ opnar skrifstofu á Íslandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Helga Þóra Eiðsdóttir, sem stýrir starfsemi CO+ á Íslandi, og Gaute Högh, stofnandi CO+.
Helga Þóra Eiðsdóttir, sem stýrir starfsemi CO+ á Íslandi, og Gaute Högh, stofnandi CO+. Mynd/CO+
CO+ hefur opnað  skrifstofu á Íslandi en fyrirtækið sérhæfir sig í markaðsráðgjöf og vörumerkjavinnu (Branding). CO+ er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn. Fyrirtækið var stofnað árið 2005 af Gaute Högh en hann var einn af stofnendum og annar eigandi Kunde og Co sem er ein stærsta auglýsingastofa á Norðurlöndunum segir í tilkynningu.

Helga Þóra Eiðsdóttir mun leiða starfssemi CO+ hér á landi. Helga Þóra er með víðtæka reynslu af markaðsmálum og vörumerkjavinnu (Branding). Hún  starfaði um árabil  hjá Icelandair, var forstöðumaður Vildarklúbbsins og svæðisstjóri í Skandinavíu.  Helga var einnig yfir alþjóðamarkaðssetningu hjá Kaupþingi og síðar forstöðumaður markaðsmála hjá Arion banka. Undanfarin fjögur ár hefur hún verið forstöðumaður markaðsmála og almannatengsla hjá BIOEFFECT.

,,CO+ sérhæfir sig í því að finna leiðir til þess að láta viðskiptavini sína ná markaðsforskoti með því að fara óhefðbundnar leiðir í vörumerkjastefnu, stefnumótun og markaðssetningu. CO+ fæst einnig við að aðstoða fyrirtæki við að skilgreina og endurskilgreina hlutverk sitt og markaðsstefnu með markaðsaðgreiningu sem er forsenda góðs árangurs.  Það er spennandi verkefni að opna skrifstofu CO+ hér á landi enda eru fjölmörg tækifæri í þessum geira á Íslandi,” segir Helga Þóra.

,,CO+ er alþjóðlegt fyrirtæki sem vinnur með fyrirtækjum um allan heim að vörumerkjavinnu og markaðsráðgjöf. CO+ hefur unnið með  þó nokkrum fyrirtækjum hér á landi og má þá nefna MS, Lýsi, ZO ON og BIOEFFECT.

CO+ hefur starfað fyrir mörg þekkt, alþjóðleg fyrirtæki eins og LEGO Wear, Bang & Olufsen Play, Rauch, Rynkeby, Kanzi og Qua, stærsta vatnsvörumerki á Indlandi, svo nokkur séu nefnd. CO+ hefur náð mjög góðum árangri fyrir fjölda fyrirtækja út um allan heim við að markaðssetja þau og efla  og styrkja vörumerki þeirra á alþjóðamörkuðum,” segir Gaute Högh stofnandi CO+.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×