Enski boltinn

Clyne genginn í raðir Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Clyne við undirskriftina.
Clyne við undirskriftina. mynd/heimasíða liverpool
Liverpool hefur gengið frá kaupum á enska landsliðsbakverðinum Nathaniel Clyne frá Southampton fyrir 12,5 milljónir punda.

Clyne skrifaði undir fimm ára samning við Liverpool í dag, en hann er sjötti leikmaður sem liðið fær til sín í sumar.

Liverpool var áður búið að fá Roberto Firmino, Danni Ings, James Nilner, Joe Gomez og Adam Bogdan.

Clyne kom til Southampton frá Crystal Palace, en hann spilaði sinn fyrsta landsleik í október á síðasta ári og er framtíðar landsliðsbakvörður Englands.

„Um leið og Liverpool sýndi mér áhuga var ég ánægður og vildi ganga frá málum. Stjórinn hefur sýnt mér mikinn áhuga og þetta er staður þar sem ég get bætt mig sem leikmann,“ segir Clyne við heimasíðu Liverpool.

Áfram heldur Liverpool að fá til sín leikmenn frá Southampton, en síðasta sumar fékk liðið Rickie Lambert, Adam Lallana og Dejan Lovren alla frá Dýrlingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×