Erlent

Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Clinton og Trump í kappræðum í Washington-háskóla á dögunum.
Clinton og Trump í kappræðum í Washington-háskóla á dögunum. vísir/getty
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, mun sigra andstæðing sinn, Repúblíkanann Donald Trump, ef marka má niðurstöður skoðanakannana sem birtar voru í dag.

Gengið verður til kosninga nú á þriðjudag en mjótt hefur verið á munum milli frambjóðendanna tveggja.

Samkvæmt könnun sem gerð var af NBC-Wall Street Journal hefur Clinton fjögurra prósenta forskot á Trump. Niðurstöður hennar eru á þá leið að 44 prósent aðspurðra kváðust kjósa Clinton en 40 prósent sögðust styðja Trump.

Þrátt fyrir að Clinton mælist með forskot á Trump hefur fylgi hennar dalað á síðustu vikum. Um miðjan mánuð mældist hún með ellefu prósenta forskot á andstæðing sinn. Líkur eru á að rannsókn alríkislögreglunnar á nýlega afhjúpuðum tölvupóstum Clinton hafi átt þátt í fylgistapi hennar.





Barack Obama sigraði Mitt Romney naumlega í Flórída-fylki á sínum tíma.Vísir/EPA
Clinton mælist einnig hærri í Flórída

Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Clinton einnig meira fylgis í Flórída en talið er að nauðsynlegt sé fyrir Trump að sigra í ríkinu til þess að ná kjöri. 

Ríkið er svokallað „swing-state“ en með því er átt við að ekki er augljóst hvort meirihluti íbúa kjósi forsetaefni Demókrata eða Repúblíkana. Því er oft mjótt á munum milli frambjóðenda í fylkinu, til að mynda sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída með aðeins 0,9 prósenta mun. 


Tengdar fréttir

Trump færist nær Clinton

Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku.

Forsetaframbjóðendur berjast um Flórída

Hillary Clinton og Donald Trump eru nú bæði stödd í Flórída þar sem mjótt er á mununum á milli þeirra. Trump þarf sigur þar ætli hann sér að verða forseti.

Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum

Á þessum tíma í næstu viku ætti að liggja ljóst fyrir hver verður orðinara n nýr forseti Bandaríkjanna. Baráttan hefur harðnað til muna á síðustu metrunum og stefnir í tvísýna kosningu, því Trump og Hillary mælast jöfn í nýjustu könnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×