Erlent

Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirlit yfir atkvæðin í Dixville Notch.
Yfirlit yfir atkvæðin í Dixville Notch. Vísir/AFP
Fyrstu niðurstöður úr forsetakosningunum í Bandaríkjunum liggja nú fyrir. Löng hefð er fyrir því að þorpið Dixon Dixville Notch í New Hamsphire kjósi strax á miðnætti á kjördag. Þar fékk Hillary Clinton fjögur atkvæði og Donald Trump tvö. Gary Johnson fékk eitt og Mitt Romney var skrifaður inn á annað.

Tvö önnur þorp í New Hampshire kjósa einnig á sama tíma, en séu atkvæði allra þriggja tekin saman er Trump með yfirhöndina. Hann hefur fengið 32 og Clinton hefur fengið 25.

Hefð Dixville Notch nær aftur til árisins 1960 og tekur það einungis nokkrar mínútur fyrir fáa íbúa bæjarins að kjósa og telja atkvæðin. Árið 2008 kusu íbúar bæjarins demókrata í fyrsta sinn og árið 2012 var jafnt á milli þeirra Barack Obama, sem þá var í endurkjöri, og Mitt Romney. Fimm á móti fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×