Erlent

Clinton á lokametrunum að velja varaforsetaefnið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hillary Clinton ásamt Tim Kaine, sem líklegur þykir til að verða varaforsetaefni hennar.
Hillary Clinton ásamt Tim Kaine, sem líklegur þykir til að verða varaforsetaefni hennar. Fréttablaðið/EPA
Búist er við því að Hillary Clinton kynni varaforsetaefni sitt á morgun. Tim Kaine, öldungadeildarþingmaður frá Virginíu, þykir koma sterklega til greina, ekki síst eftir að Bill Clinton sagðist styðja hann.

Annar líklegur er Tom Vilsack, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Fleiri koma til greina og nánustu samstarfsmenn Clinton, sem bandarískir fjölmiðlar hafa rætt við, segjast ekki vita hvort hún sé búin að taka ákvörðun.

Fréttamiðillinn The Intercept greindi á þriðjudag frá því að Kaine hefði verið að hvetja yfirvöld til þess að létta tilteknum reglum af fjármálaviðskiptum, sem benti til þess að hann ætlaði sér að vera bönkum innan handar.

Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa í kosningabaráttunni þegið mikið fé frá fjársterkum öflum, sem eigi þá hönk upp í bakið á henni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×