Körfubolti

Cleveland enn ósigrað í úrslitakeppninni | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James var sáttur með lífið í leiknum í nótt.
James var sáttur með lífið í leiknum í nótt. vísir/getty
Cleveland Cavaliers tók forystuna í einvíginu við Toronto Raptors í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA með öruggum sigri, 115-84, í fyrsta leik liðanna í nótt.

Cleveland hefur unnið fyrstu níu leiki sína í úrslitakeppninni í ár en það er besta byrjun liðs í úrslitakeppni frá því San Antonio Spurs vann 10 fyrstu leiki sína 2012. Cleveland byrjaði á því að sópa Detroit Pistons úr keppni og í undanúrslitunum ruddi liðið Atlanta Hawks úr vegi.

Kyrie Irving var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig en hann var með frábæra skotnýtingu líkt og LeBron James. Irving hitti úr 11 af 17 skotum sínum og James, sem skoraði 24 stig, klúðraði aðeins tveimur af þeim 13 skotum sem hann tók í leiknum.

Hjá Toronto var fátt um fína drætti. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði gestanna með 18 stig og Bismack Biyombo skoraði tólf.

Liðin mætast öðru sinni aðfaranótt föstudags. Eftir þann leik færist einvígið yfir til Toronto.

James treður með látum Irving átti frábæran leik
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×