Erlent

Clegg missir sæti sitt samkvæmt könnunum

Atli ÍSleifsson skrifar
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslynda flokksins.
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslynda flokksins. Vísir/AFP
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslynda flokksins, mun missa þingsæti sitt í komandi kosningum ef eitthvað er að marka skoðanakannanir.

Stuðningur við flokkinn hefur minnkað mikið á kjörtímabilinu eftir að samsteypustjórn Frjálslyndra og Íhaldsmanna var mynduð eftir kosningarnar 2010. Clegg mældist þá vinsælasti flokksleiðtoginn í Bretlandi þá, en mælist nú sá óvinsælasti.

Clegg er þingmaður kjördæmisins Sheffield Hallam í norðurhluta Englands.

Reuters greinir frá nýrri skoðanakönnun þar sem 36 prósent kjósenda í kjördæminu hyggjast kjósa Verkamannaflokkinn en 34 prósent Frjálslynda.

Þingkosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×