Enski boltinn

Clattenburg mátti ekki keyra einn á Ed Sheeran tónleika eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg. Vísir/Getty
Mark Clattenburg, einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar, fær ekki að dæma um komandi helgi eftir að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins eftir leik West Brom og Crystal Palace um síðustu helgi. Þetta kemur fram í enskum miðlum í morgun.

Mark Clattenburg fór einn í bíl á leik West Bromwich Albion og Crystal Palace svo að hann gæti brunað strax til baka og náð Ed Sheeran tónleiknum sem fóru fram í Newcastle um kvöldið.

Samkvæmt reglum enska sambandsins verða dómari og aðstoðarmenn hans að ferðasta saman til og frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Clattenburg braut líka reglur með því að tala við Neil Warnock, knattspyrnustjóra Crystal Palace, á leiðinni til baka en dómari má bara ræða við knattspyrnustjóra þegar aðstoðarmenn hans eru með honum eða að hann fær sérstakt leyfi frá sambandinu.

Mark Clattenburg er almennt talinn vera fremsti dómari Englendinga eftir að Howard Webb lagði flatuna á hilluna. Clattenburg lenti líka á forsíðum blaðanna á sínum tíma eftir að vera ranglega sakaður um kynþáttarníð gegn einum leikmanni Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×